Jurtablanda

Jurtablandan okkar er frá Norður-Túnis, hrein gæðavara frá Miðjarðarhafinu. Hún er gerð úr 30% zaatar, 20% myntu, 20% steinselju, 20% kóríander og 10% rósmarín. Zaatar er uppáhalds jurtin okkar. Það er engin planta eins og Zaatar enda fer það vel með alls konar mat t.d. brauði, kjöti og súpum. Zaatar: Í Túnis er það nafnið á plöntu sem svipar til Timjan (garðablóðbergs) og er villt planta. Fjölskylda pabba míns býr í sveitinni við hliðina á fjalli þar sem Zaatar vex náttúrulega og er það tínt og selt í pokum. Við kaupum það beint þaðan. Það er mikil handavinna að tína það og tekur heilan dag að fylla nokkra poka sem hver um sig er um 5 kg. Nágranni okkar er með litla jörð og ræktar þar 100% lífræna steinselju, myntu og kóríander. Við ákváðum að kaupa af honum til að styðja við lítil fyrirtæki. Þetta er líka 100% handunnið. Við erum þakklát því fólki sem leggur á sig þessa erfiðu vinnu og viljum styðja við þau með því að kaupa mikið af þeim í einu. Notkunarmöguleikar jurtablöndu. Lambalæri, maríneringar fyrir kjöt, kjúklingur og grænmeti.

Category:

Description:

Jurtablandan okkar er frá Norður-Túnis, hrein gæðavara frá Miðjarðarhafinu. Hún er gerð úr 30% zaatar, 20% myntu, 20% steinselju, 20% kóríander og 10% rósmarín. Zaatar er uppáhalds jurtin okkar. Það er engin planta eins og Zaatar enda fer það vel með alls konar mat t.d. brauði, kjöti og súpum. Zaatar: Í Túnis er það nafnið á plöntu sem svipar til Timjan (garðablóðbergs) og er villt planta. Fjölskylda pabba míns býr í sveitinni við hliðina á fjalli þar sem Zaatar vex náttúrulega og er það tínt og selt í pokum. Við kaupum það beint þaðan. Það er mikil handavinna að tína það og tekur heilan dag að fylla nokkra poka sem hver um sig er um 5 kg. Nágranni okkar er með litla jörð og ræktar þar 100% lífræna steinselju, myntu og kóríander. Við ákváðum að kaupa af honum til að styðja við lítil fyrirtæki. Þetta er líka 100% handunnið. Við erum þakklát því fólki sem leggur á sig þessa erfiðu vinnu og viljum styðja við þau með því að kaupa mikið af þeim í einu. Notkunarmöguleikar jurtablöndu. Lambalæri, maríneringar fyrir kjöt, kjúklingur og grænmeti.