Our story

Hágæða handgert krydd frá Túnis, framleitt við Miðjarðarhafið. Safa er frá Túnis og flutti til Íslands árið 2018 til að halda áfram námi við Háskóla Íslands. Hún stofnaði Mabrúka með móður sinni, sem býr í Túnis og hefur alltaf búið til krydd frá grunni heima hjá sér.

Ég heiti Safa og er frá Túnis, ég flutti til Íslands árið 2018 til að halda áfram að læra í Háskóla Íslands. Eftir að hafa verið í 2 ár á Íslandi, ákvað ég að fara og heimsækja fjölskylduna mína. Í heimsókninni upplifði ég matinn öðruvísi, sérstaklega kryddið sem mamma notaði. Hún hefur alltaf búið til og malað sitt eigið krydd heima fyrir fjölskylduna, krydd eins og harissa

túrmerik, cumin og fleiri tegundir. Hún kaupir besta hráefni sem hægt að finna á markaði eða fer stundum út í sveit þar sem systur hennar búa og fær ferskan chilli eða fræ til að þurrka undir sólinni og nota í uppskriftirnarsínar. Þessi gamla aðferð er almennt á undanhaldi. Fólk í Túnis býr ekki lengur til heimagert krydd en mamma heldur áfram að gera það eins og í gamla daga. Henni finnst það best!


Read more

Ég var mjög hissa hversu mikil áhrif ferska kryddið hafði á matarbragðið. Ég fór til baka til Íslands og tók með mér smávegis af öllu kryddi sem mamma var með heima. Það var sjúklega gaman að gera alls konar tilraunir heima og elda íslenskan mat með túnísku kryddi. Fyrir okkur á heimilinu var það “Game Changer” að nota þetta hráefni.

Þá fékk ég hugmynd! Ég vildi að fleiri gætu smakkað þetta krydd og upplifað öðruvísi bragð. Mig langaði að segja vinum mínum frá því og njóta þess saman. Þá hugsaði ég: „Safa, af hverju ekki að byrja að flytja inn krydd frá mömmu til Íslands?” Til að sannreyna hvort þetta væri góð hugmynd, byrjaði ég á því að hringja í veitingastaði og spyrja hvort þetta krydd væri eitthvað sem kokkurinn vildi fá. Það var mjög erfitt að taka þetta skref en það tókst vel í fyrstu tilraun. Allir kokkar voru ánægðir með hugmyndina og ýttu á mig til að keyra þetta í gang.


Read more

Næsta skref var að finna út hvernig ætti að standa rétt að málum og stofna fyrirtæki. Ég hef aldrei stofnað fyrirtæki! Ég veit ekki hvernig á að gera það. Ég fékk bróður minn og bestu vinkonu mína í Túnis til að hjálpa mér að finna út úr öllu. Við stofnuðum framleiðslufyrirtæki í Túnis og innflutningsfyrirtæki á Íslandi. Eftir það þurftum við að finna út úr því hvernig við gætum fengið gæðavottun og tollakort til að flytja kryddið frá Túnis til Íslands.

Það var krefjandi að finna nafn á fyrirtækið. Allir í kringum mig sögðu: „Hvað um nafn mömmu þinnar?” Mér fannst skrítið að nota nafnið hennar mömmu. Fyrir mér var þetta mjög persónulegt. Það var stórt skref að samþykkja nafnið en Mabrúka þýðir manneskjan sem færir þér heppni þannig að það passaði fullkomlega við hugmyndina. Allir vilja smá heppni í lífinu!

Eftir það athuguðum við hvar best væri að fá ferskt hráefni, helst beint frá bændum. Við vildum fá lífrænt ræktaðar jurtir þegar það væri hægt og mamma fór að skrifa niður uppskriftir. Mikið af hráefninu er frá Norður-Túnis, frá fólki sem vinnur upp í fjöllum við að tína villijurtir, Við hjálpum því með kaupunum. Erfiðasta verkefnið var að finna út hvernig á að framleiða krydd úr sítrónuberki. Margir kokkar báðu um slíkt krydd en við höfðum ekki reynslu af því að búa það til. En ég var heppin að fá hjálp frá fjölskyldunni og vinkonu minni.


Read more

Okkur langaði til þess að bjóða sérstakar vörur á markaðnum. Þess vegna var mikilvægt að hugsa vel fyrir öllu eins og t.d. umbúðum. Við vildum ekki nota einnota efni eins og plast eða gler heldur umhverfisvænt og sjálfbært efni.

Efni sem fólk væri stolt af að hafa í eldhúsinu sínu og væri ánægt með að setja á borðið. Þá kom hugmyndin um að nota ólífuvið. Túnis er þekkt fyrir að rækta ólífutré og framleiða bestu ólífuolíu í heiminum ásamt Ítalíu og Spáni. Við vildum að fólk fengi sér fjölnota viðarkrukkur og keypti síðan áfyllingar í pappírspokum, gæti þannig fyllt krukkurnar aftur og aftur. Við fundum trésmið í Túnis sem býr til eldhúsáhöld eins og skálar, bretti, skeiðar og allt saman handgert! Fullkomið! Hann hannaði sérstaklega fyrir okkur krukkurnar sem við erum mjög stolt af. Á þessum tíma byrjuðum við að hanna vörumerki fyrirtækisins. Eftir fimm tilraunir vorum við sammála um besta lógóið. Við vildum hafa sérstakt mynstur í hönnuninni, okkar mynstur, og hönnuðurinn fór eftir ábendingum okkar.


Read more

Eftir að hafa gengið í gegnum alls konar vandamál, sem þurfti að leysa strax eða fá hjálp við frá sérfræðingum, var allt tilbúið. Verkefnið er sprottið af ást beint frá hjartanu. Ég gæti ekki gert þetta án fólksins í kringum mig: Mamma Mabrouka, bróðir minn Yosri, besta vinkona mín, kærastinn minn Ívar, systur mínar, hönnuður okkar, viðarkrukkumaðurinn, og allir sem hafa hjálpað okkur hingað til … Ég er mjög þakklát fyrir að hafa stigið þetta skref og að sjá fólk nota kryddið í eldhúsinu sínu. Þetta er allt sem mig langaði að gera!

Our story

High-quality spices from Tunisia, handcrafted along the shores of the Mediterranean Sea. Safa, our founder, is originally from Tunisia. In 2018, she moved to Iceland to continue her university studies at the University of Iceland. She founded Mabrúka with the help of her mother, who has always prepared her own spices and crafted her own unique blends.
My name is Safa. Born and raised in Tunisia, I decided to move to Iceland in 2018 to study at the University of Iceland. After two years on this beautiful island in the North Atlantic, I started to miss the Mediterranean Sea; when I reunited with my family during a trip to Tunisia later that year, the scents of my childhood filled me with warm memories. The moment I walked in the door, the rich aromas of my mom’s handmade spices filled my senses. I had missed them—harissa, cumin, tabil—all of it gave a depth and tanginess to meals unlike spices from anywhere else, and my mother had prepared them by hand. I missed her spices.

She purchased the best raw ingredients available, even traveling to the countryside where her sisters live to procure fresh chilis or seeds to dry in the sun for use in our favorite recipes. The tradition of preparing one’s own spices has become less and less common over time, but my mom continued to do so, like in the old days. She thinks it’s the best way!

Read more
I was very surprised by how big of an impact fresh spice can have on the taste of a meal. When I returned to Iceland, I brought small amounts of each back with me. It was super fun to experiment with them at my home here, to cook Icelandic food with Tunisian spices. For our home, it was a “game changer” to use these fine ingredients. Then, I had a lightbulb

moment! I wanted others to be able to try these spices and to experience their range of unique tastes. I wanted my friends and I to enjoy them together. Then it occurred to me: “Safa, why don’t you start importing your mom’s spices to Iceland?”

Read more
The next step was to find out how to do things right and how to found a company. I’d never founded one before! I didn’t know how to do it. My beloved people helped me to figure it all out, and I was soon on my way.

...

Read more
We founded a manufacturing company in Tunisia and an importer in Iceland. After that, we needed to find out how we could receive quality assurance and a customs card to import the spices from Tunisia to Iceland. We wanted to bring something truly special to the market, and it was especially important that we put deep consideration into every aspect of these spices, including the packaging. We didn’t want single-use plastics or glass that were harmful to the environment; we wanted something that was sustainable. Something that people were proud to have in their kitchen and would feel good putting on their table. Then it came to us: olive wood. Tunisia is known for its olive trees, and for cultivating some of the best olive oil in the world (alongside Italy and Spain). We wanted people to be able to use our lasting, environmentally healthy, sustainable wooden jars, and to have the option of purchasing refills in paper packages.
We found an artisan carpenter in Tunisia who carved kitchen goods like bowls and cutting boards and all of it—handmade! Perfect! He designed the jars especially for us, and we’re very proud of them. At that point, we began to work on the logo and branding for our company. After five attempts, we found the right image. We wanted to have a special shape to the design—something that felt unique to us—and the designer thoughtfully brought our vision to life. Though we experienced all sorts of obstacles along the way and we needed to ask for help from specialists, we realized our goals. Just like that: We were ready. The work had borne fruit. The project had sprouted like a tree, like love, straight from our hearts.

...

Read more
I could not have done this without my people and all of those who have joined along the way… I am very grateful for having taken this step and to finally see people use our spices in their kitchens. It’s what we set out to do!