Sítrónubörkur

Sítrónubörkurinn okkar er frá Norður-Túnis. Hann er gæðavara frá Miðjarðarhafinu og ein af okkar bestu og uppáhalds vörum. Það er mikil áskorun að framleiða hann. Allt ferlið frá því að tína hráefnið og til pökkunar er gert í höndunum. Við þurfum 2000 kg af sítrónum til þess að framleiða 60 kg af hreinum sítrónuberki þar sem við notum aðeins börkinn af sítrónunni en þar er mesta sítrónubragðið. Við byrjum á því að skera niður börkinn, síðan þurrkum við hann undir sólinni við Miðjarðarhafið við 25-35 stiga hita. Það þarf að passa vel að börkurinn þurrkist rétt, ekki of lítið og brenni heldur ekki. Þess vegna er mamma búin að passa sérstaklega vel upp á hann og snúa honum þegar þarf og fjarlægja brenndan börk þegar sólin hefur skinið aðeins of skært. Eftir að börkurinn er orðinn vel þurr, mölum við hann til að fá lokaafurðina. Ég held að sítrónubörkurinn okkar sé alveg sérstakur þar sem hann er 100% búinn til með móðurást. Notkunarmöguleikar á sítrónuberki: Sem krydd á fisk (t.d. bleikju eða lax), sjávarrétti, kjúkling eða grænmeti, Kökubakstur.

Category:

Description:

Sítrónubörkurinn okkar er frá Norður-Túnis. Hann er gæðavara frá Miðjarðarhafinu og ein af okkar bestu og uppáhalds vörum. Það er mikil áskorun að framleiða hann. Allt ferlið frá því að tína hráefnið og til pökkunar er gert í höndunum. Við þurfum 2000 kg af sítrónum til þess að framleiða 60 kg af hreinum sítrónuberki þar sem við notum aðeins börkinn af sítrónunni en þar er mesta sítrónubragðið. Við byrjum á því að skera niður börkinn, síðan þurrkum við hann undir sólinni við Miðjarðarhafið við 25-35 stiga hita. Það þarf að passa vel að börkurinn þurrkist rétt, ekki of lítið og brenni heldur ekki. Þess vegna er mamma búin að passa sérstaklega vel upp á hann og snúa honum þegar þarf og fjarlægja brenndan börk þegar sólin hefur skinið aðeins of skært. Eftir að börkurinn er orðinn vel þurr, mölum við hann til að fá lokaafurðina. Ég held að sítrónubörkurinn okkar sé alveg sérstakur þar sem hann er 100% búinn til með móðurást. Notkunarmöguleikar á sítrónuberki: Sem krydd á fisk (t.d. bleikju eða lax), sjávarrétti, kjúkling eða grænmeti, Kökubakstur.