Sold out!

HARISSA

kr.1,490

Hvað er HARISSA?

HARISSA er túniskt chili mauk. Okkar einstaka uppskrift er þróuð af Mabrouka sjálfri og samanstendur af ristuðum rauðum chili pipar, kryddblöndu sem inniheldur kóríanderfræ, kúmen, túrmerik og salt, ásamt hágæða ólífuolíu og hvítlauk.

Aðeins nánar um hvernig við framleiðum HARISSA:

Fyrst fjarlægjum við stöngla og fræ úr þurrkuðum chili piparnum. Síðan leggjum við hann í vatn, þerrum aftur og fjarlægjum restina af fræjunum. Chili piparinn er síðan hakkaður og blandað saman við öll kryddin. Loks bætum við ólífuolíunni við þangað til maukið hefur náð réttri þykkt og áferð.
HARISSAN hjá Mabrúka er mjög þétt og bragðmikil þannig að það þarf aðeins að nota lítið af henni í einu. Þegar þú notar hana heima mælum við með að þú þynnir hana með smá vatni eða ólífuolíu.

 

Sold out!

Category:

Description: