Hvítlauksduft í pappírspoka

kr.1,190

Hvítlauksduftið frá Mabrúka er 100% hreint og það er ekkert aukefni í því. Þetta er bara malaður hvítlaukur!

Reference

ENF0006

Description:

Þetta var ein af stærstum áskorunum hennar mömmu. Ferlið til að fá hvítlauksduft úr hvítlauki var svo langt og krefjandi. Hún vill bara nota fjólubláan hvítlauk sem er harðhálsa hvítlaukur og er með fjólubláar rendur á hýðinu. Hann hefur færri geira og meira allicin innihald. Þessir eiginleikar gera fjólubláa hvítlaukinn dýrari og betri í kryddgerð.Talandi um bragð, fjólublái hvítlaukurinn er með mildari lykt og bragð sem endist lengur en á hvíta hvítlauknum.
Ferlið: Mamma kaupir stóra poka af hvítlauk frá bóndakonu sem býr í Norður-Túnis. Hún ræktar hvítlaukinn, sker og þurrkar hann undir sólinni. Við flysjum hann síðan og þurrkum hann meira undir sólinni, hreinsum og mölum. Allt ferlið er gert í höndunum frá ræktun til pökkunar. Ímyndaðu þér! Það er svo erfitt að taka húðina af hvítlauknum með höndunum, það krefst mikillar þolinmæði.