Harissa Langa

Innihald:
 • 800g Lönguhnakkar
 • 1 Rauðlaukur
 • 250 ml fiskisoð
 • 2 tsk. Harissa frá Mabrúka
 • Olía
 • Smjör
 • Salt og pipar
Aðferð:
 • Saxið laukinn
 • Skerið lönguna í steikur
 • Saltið og piprið lönguna
 • Steikið lönguna upp úr olíu og smjöri á frekar háum hita, 1 mínútu á hvorri hlið
 • Setjið lönguna í eldfast mót
 • Lækkið hitann á pönnunni
 • Steikið laukinn í nokkrar mínútur
 • Bætið fiskisoði á pönnuna
 • Sjóðið niður í 10-15 mínútur
 • Á meðan, blandið 2 teskeiðum af harissa við 2 teskeiðar af ólífuolíu
 • Makið helmingnum af harissunni og olíunni yfir fiskinn
 • (Notið síðan afganginn af harissunni og olíunni sem ídýfu fyrir eitthvað snakk, grænmeti eða jafnvel harðfisk)
 • Hellið lauksósunni yfir fiskinn
 • Bakið í ofni í ca. 10-20 mínútur eftir þykkt fisksins og eftir smekk.
 • Berið fram t.d. með hrísgrjónum og salati

Leave a Comment

Your email address will not be published.