Sagan okkar

Hágæða handgert krydd frá Túnis, framleitt við Miðjarðarhafið. Safa er frá Túnis og flutti til Íslands árið 2018 til að halda áfram námi við Háskóla Íslands. Hún stofnaði Mabrúka með móður sinni, sem býr í Túnis og hefur alltaf búið til krydd frá grunni heima hjá sér.

Ég heiti Safa og er frá Túnis, ég flutti til Íslands árið 2018 til að halda áfram að læra í Háskóla Íslands. Eftir að hafa verið í 2 ár á Íslandi, ákvað ég að fara og heimsækja fjölskylduna mína. Í heimsókninni upplifði ég matinn öðruvísi, sérstaklega kryddið sem mamma notaði. Hún hefur alltaf búið til og malað sitt eigið krydd heima fyrir fjölskylduna, krydd eins og harissa

túrmerik, cumin og fleiri tegundir. Hún kaupir besta hráefni sem hægt að finna á markaði eða fer stundum út í sveit þar sem systur hennar búa og fær ferskan chilli eða fræ til að þurrka undir sólinni og nota í uppskriftirnarsínar. Þessi gamla aðferð er almennt á undanhaldi. Fólk í Túnis býr ekki lengur til heimagert krydd en mamma heldur áfram að gera það eins og í gamla daga. Henni finnst það best!


LESA MEIRA

Ég var mjög hissa hversu mikil áhrif ferska kryddið hafði á matarbragðið. Ég fór til baka til Íslands og tók með mér smávegis af öllu kryddi sem mamma var með heima. Það var sjúklega gaman að gera alls konar tilraunir heima og elda íslenskan mat með túnísku kryddi. Fyrir okkur á heimilinu var það “Game Changer” að nota þetta hráefni.

Þá fékk ég hugmynd! Ég vildi að fleiri gætu smakkað þetta krydd og upplifað öðruvísi bragð. Mig langaði að segja vinum mínum frá því og njóta þess saman. Þá hugsaði ég: „Safa, af hverju ekki að byrja að flytja inn krydd frá mömmu til Íslands?” Til að sannreyna hvort þetta væri góð hugmynd, byrjaði ég á því að hringja í veitingastaði og spyrja hvort þetta krydd væri eitthvað sem kokkurinn vildi fá. Það var mjög erfitt að taka þetta skref en það tókst vel í fyrstu tilraun. Allir kokkar voru ánægðir með hugmyndina og ýttu á mig til að keyra þetta í gang.


LESA MEIRA

Næsta skref var að finna út hvernig ætti að standa rétt að málum og stofna fyrirtæki. Ég hef aldrei stofnað fyrirtæki! Ég veit ekki hvernig á að gera það. Ég fékk bróður minn og bestu vinkonu mína í Túnis til að hjálpa mér að finna út úr öllu. Við stofnuðum framleiðslufyrirtæki í Túnis og innflutningsfyrirtæki á Íslandi. Eftir það þurftum við að finna út úr því hvernig við gætum fengið gæðavottun og tollakort til að flytja kryddið frá Túnis til Íslands.

Það var krefjandi að finna nafn á fyrirtækið. Allir í kringum mig sögðu: „Hvað um nafn mömmu þinnar?” Mér fannst skrítið að nota nafnið hennar mömmu. Fyrir mér var þetta mjög persónulegt. Það var stórt skref að samþykkja nafnið en Mabrúka þýðir manneskjan sem færir þér heppni þannig að það passaði fullkomlega við hugmyndina. Allir vilja smá heppni í lífinu!

Eftir það athuguðum við hvar best væri að fá ferskt hráefni, helst beint frá bændum. Við vildum fá lífrænt ræktaðar jurtir þegar það væri hægt og mamma fór að skrifa niður uppskriftir. Mikið af hráefninu er frá Norður-Túnis, frá fólki sem vinnur upp í fjöllum við að tína villijurtir, Við hjálpum því með kaupunum. Erfiðasta verkefnið var að finna út hvernig á að framleiða krydd úr sítrónuberki. Margir kokkar báðu um slíkt krydd en við höfðum ekki reynslu af því að búa það til. En ég var heppin að fá hjálp frá fjölskyldunni og vinkonu minni.


LESA MEIRA

Okkur langaði til þess að bjóða sérstakar vörur á markaðnum. Þess vegna var mikilvægt að hugsa vel fyrir öllu eins og t.d. umbúðum. Við vildum ekki nota einnota efni eins og plast eða gler heldur umhverfisvænt og sjálfbært efni.

Efni sem fólk væri stolt af að hafa í eldhúsinu sínu og væri ánægt með að setja á borðið. Þá kom hugmyndin um að nota ólífuvið. Túnis er þekkt fyrir að rækta ólífutré og framleiða bestu ólífuolíu í heiminum ásamt Ítalíu og Spáni. Við vildum að fólk fengi sér fjölnota viðarkrukkur og keypti síðan áfyllingar í pappírspokum, gæti þannig fyllt krukkurnar aftur og aftur. Við fundum trésmið í Túnis sem býr til eldhúsáhöld eins og skálar, bretti, skeiðar og allt saman handgert! Fullkomið! Hann hannaði sérstaklega fyrir okkur krukkurnar sem við erum mjög stolt af. Á þessum tíma byrjuðum við að hanna vörumerki fyrirtækisins. Eftir fimm tilraunir vorum við sammála um besta lógóið. Við vildum hafa sérstakt mynstur í hönnuninni, okkar mynstur, og hönnuðurinn fór eftir ábendingum okkar.


LESA MEIRA

Eftir að hafa gengið í gegnum alls konar vandamál, sem þurfti að leysa strax eða fá hjálp við frá sérfræðingum, var allt tilbúið. Verkefnið er sprottið af ást beint frá hjartanu. Ég gæti ekki gert þetta án fólksins í kringum mig: Mamma Mabrouka, bróðir minn Yosri, besta vinkona mín, kærastinn minn Ívar, systur mínar, hönnuður okkar, viðarkrukkumaðurinn, og allir sem hafa hjálpað okkur hingað til … Ég er mjög þakklát fyrir að hafa stigið þetta skref og að sjá fólk nota kryddið í eldhúsinu sínu. Þetta er allt sem mig langaði að gera!

Sagan okkar

Hágæða handgert krydd frá Túnis, framleitt við Miðjarðarhafið. Safa er frá Túnis og flutti til Íslands árið 2018 til að halda áfram námi við Háskóla Íslands. Hún stofnaði Mabrúka með móður sinni, sem býr í Túnis og hefur alltaf búið til krydd frá grunni heima hjá sér.
Ég heiti Safa og er frá Túnis, ég flutti til Íslands árið 2018 til að halda áfram að læra í Háskóla Íslands. Eftir að hafa verið í 2 ár á Íslandi, ákvað ég að fara og heimsækja fjölskylduna mína. Í heimsókninni upplifði ég matinn öðruvísi, sérstaklega kryddið sem mamma notaði. Hún hefur alltaf búið til og malað sitt eigið krydd heima fyrir fjölskylduna, krydd eins og harissa, túrmerik, cumin og fleiri tegundir.

Hún kaupir besta hráefni sem hægt að finna á markaði eða fer stundum út í sveit þar sem systur hennar búa og fær ferskan chilli eða fræ til að þurrka undir sólinni og nota í uppskriftirnar sínar. Þessi gamla aðferð er almennt á undanhaldi. Fólk í Túnis býr ekki lengur til heimagert krydd en mamma heldur áfram að gera það eins og í gamla daga. Henni finnst það best!

LESA MEIRA
Ég var mjög hissa hversu mikil áhrif ferska kryddið hafði á matarbragðið. Ég fór til baka til Íslands og tók með mér smávegis af öllu kryddi sem mamma var með heima. Það var sjúklega gaman að gera alls konar tilraunir heima og elda íslenskan mat með túnísku kryddi. Fyrir okkur á heimilinu var það “Game Changer” að nota þetta hráefni. Þá fékk ég hugmynd! Ég vildi að fleiri gætu smakkað þetta krydd og upplifað öðruvísi bragð. Mig langaði að segja vinum mínum frá því og njóta þess saman. Þá hugsaði ég: „Safa, af hverju ekki að byrja að flytja inn krydd frá mömmu til Íslands?”

Til að sannreyna hvort þetta væri góð hugmynd, byrjaði ég á því að hringja í veitingastaði og spyrja hvort þetta krydd væri eitthvað sem kokkurinn vildi fá. Það var mjög erfitt að taka þetta skref en það tókst vel í fyrstu tilraun. Allir kokkar voru ánægðir með hugmyndina og ýttu á mig til að keyra þetta í gang.

LESA MEIRA
Næsta skref var að finna út hvernig ætti að standa rétt að málum og stofna fyrirtæki. Ég hef aldrei stofnað fyrirtæki! Ég veit ekki hvernig á að gera það. Ég fékk bróður minn og bestu vinkonu mína í Túnis til að hjálpa mér að finna út úr öllu.

Við stofnuðum framleiðslufyrirtæki í Túnis og innflutningsfyrirtæki á Íslandi. Eftir það þurftum við að finna út úr því hvernig við gætum fengið gæðavottun og tollakort til að flytja kryddið frá Túnis til Íslands.

LESA MEIRA
Það var krefjandi að finna nafn á fyrirtækið. Allir í kringum mig sögðu: „Hvað um nafn mömmu þinnar?” Mér fannst skrítið að nota nafnið hennar mömmu. Fyrir mér var þetta mjög persónulegt. Það var stórt skref að samþykkja nafnið en Mabrúka þýðir manneskjan sem færir þér heppni þannig að það passaði fullkomlega við hugmyndina. Allir vilja smá heppni í lífinu! Eftir það athuguðum við hvar best væri að fá ferskt hráefni, helst beint frá bændum. Við vildum fá lífrænt ræktaðar jurtir þegar það væri hægt og mamma fór að skrifa niður uppskriftir. Mikið af hráefninu er frá Norður-Túnis, frá fólki sem vinnur upp í fjöllum við að tína villijurtir, Við hjálpum því með kaupunum.Erfiðasta verkefnið var að finna út hvernig á að framleiða krydd úr sítrónuberki. Margir kokkar báðu um slíkt krydd en við höfðum ekki reynslu af því að búa það til. En ég var heppin að fá hjálp frá fjölskyldunni og vinkonu minni.
Okkur langaði til þess að bjóða sérstakar vörur á markaðnum. Þess vegna var mikilvægt að hugsa vel fyrir öllu eins og t.d.umbúðum. Við vildum ekki nota einnota efni eins og plast eða gler heldur umhverfisvænt og sjálfbært efni. Efni sem fólk væri stolt af að hafa í eldhúsinu sínu og væri ánægt með að setja á borðið. Þá kom hugmyndin um að nota ólífuvið. Túnis er þekkt fyrir að rækta ólífutré og framleiða bestu

ólífuolíu í heiminum ásamt Ítalíu og Spáni. Við vildum að fólk fengi sér fjölnota viðarkrukkur og keypti síðan áfyllingar í pappírspokum, gæti þannig fyllt krukkurnar aftur og aftur. Við fundum trésmið í Túnis sem býr til eldhúsáhöld eins og skálar, bretti, skeiðar og allt saman handgert! Fullkomið! Hann hannaði sérstaklega fyrir okkur krukkurnar sem við erum mjög stolt af. Á þessum tíma byrjuðum við að hanna vörumerki fyrirtækisins. Eftir fimm tilraunir vorum við sammála um besta lógóið. Við vildum hafa sérstakt mynstur í hönnuninni, okkar mynstur, og hönnuðurinn fór eftir ábendingum okkar.

LESA MEIRA
Eftir að hafa gengið í gegnum alls konar vandamál, sem þurfti að leysa strax eða fá hjálp við frá sérfræðingum, var allt tilbúið. Verkefnið er sprottið af ást beint frá hjartanu. Ég gæti ekki gert þetta án fólksins í kringum mig: Mamma Mabrouka, bróðir minn Yosri, besta vinkona mín, kærastinn minn Ívar, systur mínar, hönnuður okkar, viðarkrukkumaðurinn, og allir sem hafa hjálpað okkur hingað til … Ég er mjög þakklát fyrir að hafa stigið þetta skref og að sjá fólk nota kryddið í eldhúsinu sínu. Þetta er allt sem mig langaði að gera!