Sítrónublanda í pappírspoka

kr.1,161

Innifalið: 40% ferskur svartur pipar, 30% sítrónubörkur og 30% náttúrulegt, óunnið salt.

Reference

MX0002

Description:

Mamma keypti 2000 kg af sítrónu til að fá bara 58 kg af börki. Það tók mikinn tíma til að finna bónda með hágæða sítrónur þar sem húðin á að vera hrein og ekki með svarta punkta.
Ferlið: Það tók okkur í kringum 3 mánuði að finna hvernig best er að búa til sítrónubörk, engin gat hjálpað okkur og það voru litlar upplýsingar til um hvernig er hægt að búa til mikinn sítrónubörk í einu. Þannig að við fórum að prófa mismunandi aðferðir. Hún byrjar með að skera niður húðina af sítrónunum og þurrka hana undir sólinni við Miðjarðarhafið við 25-35 stiga hita. Það þarf að passa vel að börkurinn þurrkist rétt, ekki of lítið, og brenni heldur ekki. Þess vegna er mamma búin að passa sérstaklega vel upp á hann dag og nótt.Saltið sem við notum í blöndunni okkar kemur frá Vestur-Túnis og er 100% náttúrulegt, kemur úr heitu söltu lindarvatni sem streymir þar upp úr jörðu og rennur niður fjöllin. Það er ekki unnið og er í hæsta gæðaflokki. Það er ríkt af snefilefnum (t.d. sinki) og steinefnum. Heita lindin hefur verið þarna í meira en 200 milljón ár. Þetta salt er mikið flutt til t.d. Sviss og Þýskalands.Pipar er ekki bara pipar. Að velja ferskustu piparkornin er mikilvægt fyrir okkur þar sem þau hafa sterkari og ferskari lykt og meira bragð. Við mölum piparkornin rétt áður en við pökkum þeim og sendum til Íslands til þess að halda ferskari lykt og bragði. Ferlið er gert í höndunum allt frá byrjun þangað til við pökkum piparnum. Það er ekkert aukefni í sítrónublöndunni.