Hálfur lambahryggur í ofni

Innihald:

Hálfur lambahryggur

Ólífuolía

Blanda fyrir lamb frá Mabrúka

Salt

Aðferð:

    1. – Ef þið hafið tíma, byrjið helst daginn áður eða um morguninn til að leyfa kjötinu að bíða í kryddinu
    1. – Skolið og þerrið hrygginn
    1. – Berið olíu á hann
    1. – Stráið salti á allar hliðar
    1. – Nuddið með blöndu fyrir lamb (u.þ.b. 2 msk.)
    1. – Látið bíða inni í ísskáp
    1. – Setjið í fat og inn í ofn á 150°C án blásturs í ca. 40 mínútur, hækkið síðan hitann í 220°C og setjið á blástur og haldið áfram í ca. 40 mínútur eða þar til kjarnhitinn á hryggnum er kominn upp í 75°C

Leave a Comment

Your email address will not be published.