1 rauðlaukur
250g sveppir
1/2 blómkálshaus
1 krukka pastasósa (400g)
1 dós tómatar, hakkaðir
1 msk. Harissa frá Mabrúka
2 msk. Grænmetisblanda frá Mabrúka
Salt og pipar (t.d. frá Mabrúka)
Nokkrar lasagna plötur
500 g kotasæla
200 g spínat
200g mozarella rifinn
Ólífuolía
Hitið ofninn í 200°C
Skerið rauðlauk, sveppi og blómkál í mjög litla bita
Steikið grænmetið og sveppina í smá olíu í nokkrar mínútur, setjið salt og pipar
Bætið við pastasósu og tómötum
Kryddið með grænmetisblöndu og harissa
Látið malla í ca. 10 mínútur
Setjið í eldfast mót 2-3 lög af
- Grænmetinu og tómötunum
- Lasagna plötum
- Kotasælu
- Spínati
- Osti
(Endið með osti)
Bakið inn í ofni í ca. 40 mínútur eða þangað til osturinn er farinn að brúnast vel og lasagna plöturnar eru mjúkar.